„Þessar sögur eru sannar“

Uppistandarinn Louis C.K. játar að hafa fróað sér fyrir framan ...
Uppistandarinn Louis C.K. játar að hafa fróað sér fyrir framan kvenkyns uppistandara. AFP

Bandaríski uppistandarinn Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir fimm kvenna um kynferðisofbeldi af hendi hans séu sannar.

„Þessar sögur eru sannar,“ segir leikarinn í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og BBC greinir frá. 

Hann segir að hann hafi „beitt valdi sínu með óábyrgum hætti“ og að hann ætti erfitt með að gera sér grein fyrir hversu umfangsmiklum sársauka hann hafi valdið konunum.

„Valdið sem ég hafði yfir þessum konum fólst í því að þær dáðust að mér. Og ég beitti því valdi með óábyrgum hætti,“ segir hann.  

Fjórar konur komu fram undir nafni í umfjöllun the New York Times þar sem þær greindu frá hegðun C.K. sem meðal annars afklæddist og fróaði sér fyrir framan þær. Ein kona til viðbótar hefur sakað C.K. um kynferðislega áreitni. 

Ásakanirnar hafa meðal annars leitt til þess að hætt hefur verið við frumsýningu á nýjustu kvikmynd C.K., I Love You Daddy.

C.K. biðst jafnframt afsökunar á þeim særindum sem samferðafólk hans hefur orðið fyrir í gegnum tíðina vegna gjörða hans. Þar á hann meðal annars við umboðsmann sinn, Dave Becky, fjölskyldu sína, vini, börn sín og barnsmóður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...