Velti yfir 100 milljörðum á klukkustund

Jack Ma.
Jack Ma. AFP

Alibaba seldi vörur fyrir 25,3 milljarða bandaríkjadollara á Singles Day, sem er stærsti verslunardagur netverslunar í Kína. Verslun jókst um 29% á milli ára þegar salan nam 17,8 milljörðum bandaríkjadollara. RT greinir frá.

Singles day, eða dagur einhleypra, er haldinn hátíðlegur 11.11 ár hvert í Kína en þá eru einhleypir hvattir til að gera vel við sig. Dagurinn er stundum kallaður Valentínusardagur einhleypra en verslun á deginum er meiri en samanlögð velta á Black Friday og Cyber Monday. 

Alls seldust vörur fyrir 7 milljarða bandaríkjadollara á fyrsta hálftíma dagsins sem lauk fyrir stundu að kínverskum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert