Karl Lagerfeld harðlega gagnrýndur

Karl Lagerfeld tískuhönnuður hjá Chanel.
Karl Lagerfeld tískuhönnuður hjá Chanel. AFP

Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur vakið hörð viðbrögð með ummælum sínum í garð Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann beindi spjótum sínum að henni fyrir að hafa opnað landamæri Þýskalands fyrir fólki á flótta nokkrum áratugum eftir helförina.

„Það er ekki hægt - þrátt fyrir að áratugir séu á milli atburða - að drepa milljónir gyðinga til þess að geta hleypt milljónum helstu óvina þeirra inn í þeirra stað,“ sagði Lagerfeld í frönskum sjónvarpsþætti á laugardag.

„Ég þekki mann í Þýskalandi sem tók ungan Sýrlending inn á heimilið. Eftir fjóra daga sagði hann: Það besta sem Þýskaland hefur áorkað er helförin,“ sagði Lagerfeld í þættinum Salut les terriens! á stöð 8. 

Nokkur hundruð manns lögðu fram kvörtun vegna ummæla Karls Lagerfelds, sem er Þjóðverji en hefur verið búsettur í Frakklandi áratugum saman. Hann fæddist í Hamborg (1933) á svipuðum tíma og Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi. 

Hann hefur áður húðskammað Merkel fyrir að taka á móti yfir milljón hælisleitenda frá því um mitt ár 2015. 

Sýrlenskur flóttamaður á bæn.
Sýrlenskur flóttamaður á bæn. AFP

Milljónir og milljónir innflytjenda sem hafa aðlagast vel og eru í vinnu og standa sig vel eru í Þýskalandi nú þegar. Hún hefur enga ástæðu til þess að taka við milljón í viðbót til þess að bæta ímynd sína sem vonda stjúpan eftir grísku kreppuna, sagði Lagerfeld meðal annars í þættinum.

„Allt í einu er það dóttir prestsins sem blasir við okkur,“ sagði Lagerfeld og vísar þar til þess að faðir Merkel var mótmælendaprestur í Austur-Þýskalandi.  

Lagerfeld greindi fyrst frá því að hann ætlaði að segja dálítið hryllilegt þegar hann mætti í þáttinn. Síðan hóf hann að gagnrýna kanslarann fyrir að hafa tekið við svo mörgum flóttamönnum frá Sýrlandi og fleiri stríðshrjáðum svæðum. Um gríðarleg mistök hefði verið að ræða af hálfu Merkel.

„Horfið á Frakkland, land mannréttinda, sem hefur tekið við ég veit ekki hversu mörgum; 10 þúsund eða 20 þúsund,“ sagði Lagerfeld.

Franska fjölmiðlaeftirlitið, CSA, segist hafa fengið nokkur hundruð kvartanir um helgina vegna uppmæla Lagerfelds og verið væri að fara yfir þáttinn og ummæli tískuhönnuðarins. Á samfélagsmiðlum hafa fjölmargir gagnrýnt hann harkalega en einhverjir hafa tekið undir sjónarmið hans.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...