Staðsettu leikskólann á fangelsislóðinni

Leikskólakennarar leiða barn fyrir utan Biobab-leikskólann sem er á lóð ...
Leikskólakennarar leiða barn fyrir utan Biobab-leikskólann sem er á lóð Bollate-fangelsisins í Mílanó. Á leikskólanum eru bæði börn fanga, starfsfólks fangelsisins og börn úr næsta nágrenni. AFP

Innandyra minna litrík herbergi Biobab-leikskólans, sem eru full af leikföngum, á alla aðra leikskóla. Staðsetningin er hins vegar annað mál, því að Biobab-leikskólinn er inni á lóð Bollate-fangelsisins í Mílanó. Börnin sem þar dvelja eru þó ekki bara börn fanga og fangavarða, heldur koma þau líka úr næsta nágrenni fangelsisins.

Starfsmenn segja þessa frumlegu samfélagstilraun hafa heppnast alveg einstaklega vel.

Upphaflega var Biobab-leikskólinn settur á laggirnar fyrir starfsfólk fangelsisins, sem var í fyrstu frekar tregt til að nýta sér aðstöðuna. Sú ákvörðun var því tekin að opna leikskólann einnig fyrir börn úr nágrenninu og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Það kom okkur mikið á óvart hvað fjölskyldurnar hér í ...
„Það kom okkur mikið á óvart hvað fjölskyldurnar hér í hverfinu tóku þessu opnum örmum,“ segir fangelsisstjórinn Massimo Parisi. AFP

Bylting í að sigrast á fordómum

„Það kom okkur mikið á óvart hvað fjölskyldurnar hér í hverfinu tóku þessu opnum örmum,“ segir fangelsisstjórinn Massimo Parisi við AFP-fréttastofuna

„Þetta var virkilega bylting í því að sigrast á fordómum, því augljóslega er sú hugmynd að koma með börnin inn í fangelsi algjör nýjung.“

Þegar börn úr hverfinu tóku svo að streyma á leikskólann urðu starfsmenn fangelsisins jákvæðari fyrir því að nýta sér aðstöðuna. Í desember í fyrra var svo opnuð ný deild í fangelsinu fyrir kvenfanga með ung börn og fá þau börn nú einnig að vera á leikskólanum.

„Þessi blanda, þar sem enginn greinamunur er gerður á börnunum, virðist vera frumleg hugmynd sem sendir dásamleg skilaboð um sameiningu og að brjóta niður múra,“ segir Parisi.

Leikskólinn nýtir sér stórt útisvæði á fangelsislóðinni og skipuleggur reglulega ...
Leikskólinn nýtir sér stórt útisvæði á fangelsislóðinni og skipuleggur reglulega viðburði sem tengjast dýralífi eða náttúrunni. Þarna er verið kynna sum barnanna fyrir hestum. AFP

Efasemdirnar hurfu fljótt

Leikskólinn nýtir sér stórt útisvæði á fangelsislóðinni og skipuleggur reglulega viðburði sem tengjast dýralífi eða náttúrunni. Þannig var hópur barna að leika með hundi daginn sem AFP kom í heimsókn, á meðan verið var að kynna önnur börn fyrir hestum.

Ein mæðranna úr nágrenninu, Federica Ridolfi, viðurkennir að hún hafi í upphafi haft efasemdir um að skrá son sinn í leikskólann. Efasemdirnar „hurfu hins vegar fljótt þegar ég sá leikskólann og garðinn og öðlaðist skilning á verkefninu,“ segir hún.

„Jafnvel þó að þetta sé fangelsisleikskóli þarf maður ekki að fara inn í fangelsið eða í gegnum eftirlitsstöðvar,“ bætir hún við og segir leikskólann hafa eigin inngang.

Leikskólakennari leikur við barn á Biobab-leikskólanum. Upphaflega var Biobab-leikskólinn settur ...
Leikskólakennari leikur við barn á Biobab-leikskólanum. Upphaflega var Biobab-leikskólinn settur á laggirnar fyrir starfsfólk fangelsisins, sem var í fyrstu frekar tregt til að nýta sér aðstöðuna. AFP

Mikilvægt fyrir börn fanga að vera í „venjulegu“ umhverfi

Simona Gallo, sem sér um kennslu í fangelsinu, hefur tvíbura sína í gæslu í Biobab-leikskólanum og segir það veita sér vissa hugarró að hafa þá svo nálægt.

„Að setja saman börn með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu er gefandi,“ segir Gallo.

„Mér finnst líka mikilvægt að börn fanganna, sem sjálf hafa ekki gert neitt af sér, geti dvalið um tíma í „venjulegu“ umhverfi. Það er líka grundvöllur minnar vinnu, enda er tilgangur fangelsisdvalar endurhæfing.“

Fóstra leikur við barn á Biobab-leikskólanum. Leikskólinn veitir börnum fanganna ...
Fóstra leikur við barn á Biobab-leikskólanum. Leikskólinn veitir börnum fanganna mikla örvun sem hjálpar til að vega á móti mögulega neikvæðum þroskaáhrifum þess að eiga móður sem dvelur í fangelsi. AFP

Starfrækja líka veitingastað

Það er þó ekki bara leikskólatilraunin sem sker Bollate-fangelsið frá öðrum slíkum stofnunum, því fangelsið hefur einnig getið sér orð fyrir veitingastaðinn In Gallera, sem opinn er almenningi, þar sem fangar sinna störfunum.

„Hvað samlífið varðar höfum við ekki lent í neinum vandræðum með foreldrana og jafnvel enn minna með börnin,“ segir Dafne Guida, forstjóri Stripes sem rekur leikskólann.

Segir Guida að hvað börn fanganna varðar veiti leikskólinn þeim mikla örvun sem hjálpar til að vega á móti mögulega neikvæðum þroskaáhrifum þess að eiga móður sem dvelur í fangelsi.

„Hvað samlífið varðar þá höfum við ekki lent í neinum ...
„Hvað samlífið varðar þá höfum við ekki lent í neinum vandræðum með foreldrana og jafnvel enn minna með börnin,“ segir Dafne Guida, forstjóri Stripes sem rekur leikskólann. AFP

Ljóma við að sjá framfarir barnanna

Valeria Caenazzo, sem starfar á leikskólanum, segir að kennarar í fangelsinu hafi tekið eftir verulegum framförum í hegðun barnanna og samskiptum þeirra við önnur börn.

„Þar sem þau eru aðeins örfá í fangelsinu er mjög jákvætt fyrir þau að geta leikið við fullt af öðrum börnum.

Þegar við förum svo inn í fangelsið með myndir og myndbandsupptökur til að sýna mæðrunum framfarir barna þeirra sér maður hvernig þær ljóma við að sjá börn þeirra gera það sama og öll hin börnin.“

Börn að leik á lóðinni sem leikskólinn deilir með fangelsinu.
Börn að leik á lóðinni sem leikskólinn deilir með fangelsinu. AFP
Faðir leiðir barn sitt á leið í leikskólann sem er ...
Faðir leiðir barn sitt á leið í leikskólann sem er til vinstri á myndinni. AFP
Barn að leik á Biobab-leikskólanum. Kennarar í fangelsinu hafa tekið ...
Barn að leik á Biobab-leikskólanum. Kennarar í fangelsinu hafa tekið eftir verulegum framförum í hegðun barnanna sem dvelja í fangelsinu og samskiptum þeirra við önnur börn eftir að leikskólinn opnaði. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...