Ástralar vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra

AFP

Rúm sextíu prósent þeirra Ástrala sem tóku þátt í póstkosningu um hvort leyfa ætti hjónavígslur fólks af sama kyni, svöruðu spurningunni játandi. Með því eru send sterk skilaboð til ástralska þingsins sem er klofið í afstöðu sinni til málsins. AFP-fréttastofan greinir frá.

Niðurstöður kosningarinnar voru kunngjörðar í dag, en 62 prósent af þeim 12,7 milljónum Ástrala sem tóku þátt í kosningunni telja að leyfa eigi hjónabönd samkynhneigðra. Kosningin stóð yfir í tvo mánuði og um 80 prósent kosningabærra manna tóku þátt.

Kosningin var ekki bindandi, en að því gefnu að niðurstöðurnar verði til þess að lög um hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt í þinginu gætu pör af sama kyni látið gefa sig saman fyrir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert