Biðla um aðstoð á meðan tala látinna hækkar

Íranskur drengur á hjóli sínu milli rústa húsa í Sarpol-e ...
Íranskur drengur á hjóli sínu milli rústa húsa í Sarpol-e Zahab. Miklar skemmdir og manntjón urðu í bænum af völdum skjálftans. AFP

Fjöldi fólks hefst enn við utandyra í miklum kulda á því svæði í Íran þar sem snarpur jarðskjálfti varð á sjötta hundrað manns hið minnsta að bana á sunnudagskvöldið. BBC segir íbúa á svæðinu nú biðla til yfirvalda um aðstoð.

Staðfest hefur verið að 540 manns hið minnsta hafi farist Íransmegin, en skjálftinn varð skammt frá landamærum sem ríkið deilir með Írak, og hátt í 8.000 manns hafi slasast. Hinum megin landamæranna í Írak eru 10 sagðir hafa farist og nokkur hundruð slasast.

Yfirvöld í landinu vinna nú að því að koma hjálpargögnum og hjálparstarfsfólki til þeirra svæða í Kermanshah-héraði sem urðu hvað verst úti, en hundruð heimila eyðilögðust í skjálftanum.

Íranskur maður hvílir sig ofan á dýnu sem dregin hefur ...
Íranskur maður hvílir sig ofan á dýnu sem dregin hefur verið út úr einu þeirra húsa sem skemmdust í skjálftanum. Þúsundir hafast nú við í tjöldum eða undir berum himni. AFP

Hinir ábyrgu svari til saka

Hassan Rouhani, forseti Írans, heimsótti héraðið í dag og sagði þær byggingar sem reistar hefðu verið af ríkinu hafa orðið fyrir meiri skemmdum en aðrar og þeir sem bæru á því ábyrgð yrðu látnir svara til saka. „Hverjum er þetta að kenna? Er það verkfræðingum okkar?“ spurði forsetinn er hann heimsótti Sarpol-e Zahab og bætti við að hafi byggingastöðlum ekki verið fylgt verði þeir sem beri ábyrgð á því sóttir til saka.

Hitastig á skjálftasvæðunum hefur verið í kringum frostmark sl. tvö kvöld.

„Við dveljum í tjaldi og við höfum hvorki nógan mat né nóg vatn,“ hefur BBC eftir Ali Gulani sem býr í bænum Qasr-e-Shirin sem varð illa úti í skjálftanum. Sagði hann fólk vera að brenna timburkassa til að reyna að halda á sér hita. „Maður heyrir börnin gráta af því að það er of kalt. Þau halda í foreldra sína til reyna að halda á sér hita – þetta er ansi slæmt.“

Gulani sagði að á hverjum klukkutíma yrði vart þriggja eftirskjálfta að meðaltali, en hátt í 200 eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu frá því stóri skjálftinn reið yfir. Er þetta mannskæðasti jarðskjálfti sem orðið hefur í heiminum í ár.

Gulani sagðist vel skilja að það yrði að dreifa hjálparstarfi um héraðið, en að fólki í Qasr-e-Shirin hefði enn ekki borist nein aðstoð.

Íbúar í Sarpol-e Zahab koma sér fyrir með eigur sínar ...
Íbúar í Sarpol-e Zahab koma sér fyrir með eigur sínar utandyra. BBC hefur eftir einni hjálparstofnun að um 70.000 manns þyrftu á húsaskjóli að halda og Sameinuðu þjóðirnar hafa greint frá að þær séu tilbúnar að hjálpa sé þess óskað. AFP

Þúsundir undir berum himni

Íranska ríkissjónvarpið segir þúsundir fórnarlamba skjálftans nú hafast við í tjöldum eða undir berum himni.  „Það er mjög kalt á nóttunni [...] við þurfum hjálp. Yfirvöld þurfa að leggja aukinn kraft í hjálparstarfið,“ hefur Reuters eftir konu sem missti heimili sitt í Sarpol-e-Zahab, þar sem manntjón var hvað mest.

BBC hefur eftir einni hjálparstofnun að um 70.000 manns þyrftu á húsaskjóli að halda og Sameinuðu þjóðirnar hafa greint frá að þær séu tilbúnar að hjálpa sé þess óskað.

Mansoureh Bagheri, starfsmaður Rauða hálfmánans í Íran, sagði BBC að um 12.000 íbúðabyggingar hafi hrunið. Rústabjörgun væri nú að mestu lokið og þá snerist hjálparstarf að mestu um að koma fólki í skjól og að koma hjálpargögnum til þeirra sem á þurfa að halda.

Að sögn Rauða hálfmánans í Íran skortir víða vatn og rafmagn og þá hafa skriður sem fallið hafa á vegi hamlað björgunarstarfi. Herþyrlur hafa því verið notaðar til að koma hjálpargögnum til skila, en um 30 sveitir Rauða hálfmánans eru nú að störfum á skjálftasvæðinu.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...