Já fyrir ástina

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út víða í Ástralíu í dag þegar tilkynnt var að hjónabönd samkynhneigðra hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Já fyrir ástina, segir forsætisráðherra landsins, Malcolm Turnbull, sem er einn þeirra sem styður fyrirhugaða lagabreytingu. Tekist hefur verið á um málefnið í meira en áratug í Ástralíu.

Þúsundir stuðningsmanna hjónabands samkynhneigðra þustu út á götur þegar niðurstaðan lá fyrir. „Þetta skiptir öllu, þetta skiptir öllu,“ kallar Christ yfir mannmergðina í Sydney og faðmar og kyssir sambýlismann sinn, Victor. 

„Þetta er stórkostlegt. Ég hef verið með manninum mínum í 35 ár og hann varð svo glaður að hann fór að hágráta,“ segir Gerry Boller í samtali við AFP fréttastofuna.

Tæplega 62% þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með tillögunni en alls greiddu 12,7 milljónir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem snerist um að breyta lögum á þann veg að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. 38,4% greiddi atkvæði gegn tillögunni. Kosningaþátttaka var yfir 80% og var já ofan á alls staðar, öllum ríkjum og svæðum Ástralíu.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stimplar
...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...