Með símann og spjaldtölvuna fest við stýrið

Þó afþreyingakerfið hafi verið frumstætt tók það engu að síður …
Þó afþreyingakerfið hafi verið frumstætt tók það engu að síður athygli ökumannsins frá því sem var að gerast á veginum. Skjáskot/Lögreglan í Vancouver

Kanadíska lögreglan stöðvaði ökumann eftir að hafa tekið eftir að hann hafði komið sér upp eigin afþreyingakerfi á stýri bílsins. Hafði maðurinn fest bæði snjallsíma og spjaldtölvu við stýrið, auk þess að aka bílnum með heyrnartól á hausnum.

Umferðadeild lögreglunnar í Vancouver sendi frá sér mynd af græjunum á samfélagsmiðlasíðum sínum.

„Einmitt þegar ég held að ég hafi séð allt, þá kemur mynd eins og þessi sem einn lögreglumanna okkar tók,“ hefur BBC eftir Jason Doucette hjá lögreglunni í Vancouver.

Lögregla veitti ökumanninum langt tiltal um akstursöryggi.

Fyrr í þessum mánuði sektaði lögreglan í Vancouver ökumann sem stöðvaði bíl sinn við hlið tveggja lögreglumanna á meðan hann var að spila snjallsímaleikinn Pokémon Go.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert