Rússar beittu neitunarvaldi gegn rannsókn

AFP

Rússar beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í kvöld þegar greidd voru atkvæði um það hvort haldið skyldi áfram að rannsaka hver hefði staðið á bak við efnavopnaárás í Sýrlandi í apríl síðastliðnum.

Þetta var í tíunda skipti sem Rússar beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að aðgerðir varðandi Sýrlandi nái fram að ganga.

Ellefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með tillögunni um að efnavopnaárásin yrði rannsökuð áfram. Egyptaland og Kína sátu hjá, en Bólivía og Rússland voru á móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert