Rússar hafna efnavopnarannsókn í Sýrlandi

Sýrlenskur drengur reiðir hjól sitt í gegnum miðbæ Douma í …
Sýrlenskur drengur reiðir hjól sitt í gegnum miðbæ Douma í Sýrlandi. Rússar beittu í gær neitunarvaldi til að koma í veg fyrir alþjóðlega rannsókn á efnavopnaárásum í Sýrlandsstríðinu. AFP

Rússar beittu í gær neitunarvaldi í annað skipti á tveimur dögum til að koma í veg fyrir alþjóðlega rannsókn á efnavopnaárásum í Sýrlandsstríðinu.

Um var að ræða málamyndunartillögu Japana sem lögð var fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, um framhald rannsókna á efnavopnanotkun í stríðinu, en áður höfðu Bandaríkjamenn lagt fram tillögu um framhald rannsókna sem Rússar höfnuðu einnig.

BBC segir Vesturlandaþjóðir hafa fordæmt aðgerðina, en þetta er í 11 skipti sem Rússar beita neitunarvaldi til að styðja Sýrlandsstjórn frá því að stríðið hófst. Þannig gagnrýndu rússneskir ráðamenn rannsóknina þegar Sýrlandsstjórn var kennt um notkun á taugagasi í árás á bæinn Khan Sheikhoun í apríl, sem kostaði rúmlega 80 manns lífið.

Sýrlandsstjórn hefur neitaði því að hafa beitt efnavopnum.

Rússland, Bretland, Kína, Frakkland og Bandaríkin geta öll beitt neitunarvaldi gegn tillögum Öryggisráðsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert