Haraldur Noregskonungur á spítala

Haraldur varð áttræður á árinu.
Haraldur varð áttræður á árinu. Ljósmynd/Norska konungshöllin

Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús síðastliðinn föstudag. Mun ástæðan hafa verið sýking og liggur hann nú á ríkissjúkrahúsinu í Ósló. Norski miðillinn Verdens Gang greinir frá.

Samkvæmt tilkynningu frá konungshöllinni er ástand hans stöðugt og fer batnandi. Dagskrá konungsins á morgun, mánudag, hefur verið aflýst en hann átti meðal annars að hitta yfirmann norska sjóflotans og formann norsku nóbelsnefndarinnar.

Konungshöllin neitar að gefa nánari upplýsingar um hvers kyns sýking konungsins er eða hversu lengi gert er ráð fyrir að hann liggi á sjúkrahúsi.

Haraldur Noregskonungur varð áttræður í febrúar síðastliðnum og hefur dagskrá hans verið þétt upp á síðkastið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert