Atkvæðagreiðsla dæmd ólögleg

Kúrdi heldur á ramma með ljósmynd af leiðtoga Kúrda í …
Kúrdi heldur á ramma með ljósmynd af leiðtoga Kúrda í Írak, Massud Barzani. AFP

Hæstiréttur Íraks hefur úrskurðað að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta landsins hafi verið ólögleg.

Í yfirlýsingu segir að Hæstiréttur hafi „komist að þeirri niðurstöðu að atkvæðagreiðsla sem var haldin 25. september 2017 í Kúrdistan í Írak hafi ekki samræmst stjórnarskránni…og þess vegna hefur öllu því sem niðurstöður hennar höfðu í för með sér verið aflýst”.

Sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðs Kúrda var samþykkt í atkvæðagreiðslunni.

Á bil­inu 25 til 35 millj­ón­ir Kúrda búa í heim­in­um og dreifast þeir að mestu um Tyrk­land, Írak, Íran og Sýr­land. 5,3 millj­ón­ir Kúrda búa í Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert