Banna áfengisneyslu hermanna

AFP

Bandaríski herinn hefur bannað öllum hermönnum landsins í Japan að neyta áfengis eftir að bandarískur hermaður, sem var undir áhrifum áfengis undir stýri, varð valdur að banaslysi.

Sjóliðinn, sem er 21 árs að aldri, ók bifreið sinni á sendibíl í gær og lést ökumaður sendibílsins. Í ljós kom að áfengismagnið í blóði sjóliðans var þrefalt meira en heimilt er. Hann var handtekinn og ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Vegna þess hefur öllum hermönnum Bandaríkjanna í Japan verið bannað að drekka áfengi, hvort heldur sem það er í herstöðvum eða annars staðar. Á Okinawa-eyju, þar sem banaslysið varð, verður hermönnum jafnframt bannað að yfirgefa herstöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert