Mannskætt rútuslys í Kólumbíu

Að minnsta kosti 14 létust og 35 slösuðust þegar rúta sem þeir voru farþegar í fór út af veginum í norðvesturhluta Kólumbíu í gær.

Rútan fór út af veginum þegar ökumaður hennar reyndi að forðast árekstur við vélhjól með þeim afleiðingum að rútan hafnaði í gljúfri.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í Sabanalarga gat spítalinn þar ekki tekið á móti öllum fórnarlömbum slyssins þannig að flytja þurfti farþegana til nærliggjandi bæja. Flestir þeirra sem voru í rútunni eru bændur af svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert