Merkel líst illa á minnihlutastjórn

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands og leiðtogi Krist­legra demó­krata, telur að það sé betra að efna til þingkosninga að nýju frekar en að stýra minnihlutastjórn. Engin hefð er fyrir slíkum ríkisstjórnum í Þýskalandi.

Viðræður Kristi­legra demó­krata, Frjáls­lyndra og Græn­ingja um nýja stjórn runnu út í sand­inn. Kosið var síðast í lok sept­em­ber og hef­ur síðan verið reynt að mynda rík­is­stjórn.

Merkel hefur verið kanslari í tólf ár en hún sagðist í samtali við þýska fjölmiðla í dag vera full efasemda um að stýra minnihlutastjórn. 

For­seti Þýska­lands, Frank-Walt­her Stein­meier, hef­ur skorað á leiðtoga stjórn­mála­flokk­anna að reyna áfram að mynda rík­is­stjórn en þetta er í fyrsta sinn frá lokum seinni styrjaldar sem ekki hefur tekist að mynda stjórn í Þýskalandi á tveimur mánuðum að kosningum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert