Telur refsiaðgerðir hafa áhrif

Rex Tillerson í Hvíta húsinu í dag.
Rex Tillerson í Hvíta húsinu í dag. AFP

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að refsiaðgerðir, sem beitt sé gegn Norður-Kóreu, hafi áhrif á stjórn Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 

Þrátt fyrir það vonast Tillerson til þess að hægt verði að finna diplómatíska lausn á stirðum samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrr í dag að Norður-Kórea væri komin á lista Bandaríkjanna yfir þau ríki sem talin eru styðja hryðjuverk.

„Við vonumst enn eftir því að hægt verði að leita diplómatískra lausna,“ sagði Tillerson á fréttamannafundi í Hvíta húsinu.

Sagði hann yfirlýsingu Trump frá því fyrr í dag hluta af því að setja aukna pressu á Norður-Kóreu og bætti við að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu mikil áhrif á stjórnvöld þar eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert