Í leyfi vegna „óæskilegra faðmlaga“

John Lasseter.
John Lasseter. AFP

Annar stofnandi Pixar og yfirmaður teiknimynda hjá Disney, John Lasseter, er farinn í sex mánaða leyfi vegna óæskilegra faðmlaga.

Í bréfi vegna málsins segir Lasseter að hann viti að hann hafi látið sumum starfsmönnum líða eins og hann virti þá ekki og þeim hafi liðið illa. Hann biður alla sem hafa fengið óæskilegt faðmlag og þá sem hann brást afsökunar.

Talsmaður Disney sagði að fyrirtækið legði áherslu á gott vinnuumhverfi og sagðist styðja ákvörðun Lasseter um að fara í leyfi.

Lasseter hefur meðal annars leikstýrt myndum á borð við Leikfangasögu og Bílum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert