Krabbameinsskoðun á bílastæðum

AFP

Til stendur að bjóða upp á krabbameinsskoðanir á bílastæðum verslunarmiðstöðva í Bretlandi í því skyni að greina krabbamein í fólki fyrr að sögn Simons Stevens, yfirmanni breska heilbrigðiskerfisins. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá þessu.

Fram kemur í fréttinni að notast verði við hreyfanlegar skoðunarstöðvar í þessu skyni, en tilraunaverkefni hafi sýnt að notkun slíkra stöðva fjórfaldaði fjölda greindra tilfella lungnakrabbameins á fyrsta og öðru stigi þegar mestar líkur eru á lækningu.

Þannig voru 80% þeirra sem greindust með krabbamein á fyrsta eða öðru stigi sen venjulega greinast aðeins 20% svo snemma. Tilraunaverkefnið fólst í því að haft var samband bréfleiðis við reykingafólk eða fyrrverandi reykingarfólk á aldrinum 55-74 ára.

Fólkinu var boðið að gangast undir krabbameinsskoðun í næstu verslunarmiðstöð. Ef fólkið var með einkenni eins og viðvarandi hósta eða talmarkaða lungnastarfsemi var því boðið að gangast undir krabbameinsskoðun. Markmiðið væri að færa slíka skoðun nær fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert