Voru fastir upp á bíl í nokkra daga

Krókódíll.
Krókódíll. AFP

Tveir menn og hundur neyddust til að sofa á dvelja bifreiðar eftir að þeir urðu strandaglópar á svæði þar sem mikið er um krókódíla. Sky greinir frá.

Mennirnir voru í veiðiferð á Kimberley-svæðinu í Ástralíu þegar bíllinn festist í drullusvaði á föstudaginn.

Leit var gerð að mönnunum og þeir fundust í gær eftir að fjölskyldur þeirra létu vita að þeir væru líklega týndir en þeir sögðust ætla að snúa aftur úr veiðinni á mánudag.

Lögreglustjórinn Mark Balfour sagði að mikill hiti hefði haft afar slæmt áhrif á mennina og auk þess hefðu þeir nánast þornað upp. Þeir þorðu ekki niður af þakinu enda sáu þeir krókódíla rétt við bílinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert