Kafbáturinn sagður hafa sprungið

Brasilíski kafbáturinn Timbira, er á meðal þeirra sem notaður hefur ...
Brasilíski kafbáturinn Timbira, er á meðal þeirra sem notaður hefur verið við leitina. Mynd/AFP

Vonir um að 44 manna áhöfn argentínska kafbátsins, sem hvarf í síðustu viku, finnist á lífi eru ef til vill að engu orðnar. Hljóðupptökutæki, sem ætlað er að fylgjast með kjarnorkutilraunum í sunnanverðu Atlantshafi, greindi í síðustu viku hátt, hvellt og afar óvenjulegt hljóð á þeim slóðum þar sem síðast var vitað um ferðir kafbátsins.

BBC greinir frá þessu. Þar segir að ættingjar áhafnarinnar séu harmi slegnir og reiðir vegna tíðindanna. Fram kemur að bandaríski sjóherinn hafi einnig orðið var við háværan hvell neðansjávar á sömu slóðum, sem líklega hafi verið sprenging.

Kafbáturinn ARA San Juan hvarf á miðvikudaginn í síðustu viku. Á annan tug þjóða hefur hjálpað við leitina sem til þessa hefur verið árangurslaus. Einhverjir ástvina mannanna eru reiðir og telja að þeim hafi verið gefnar falsvonir um að kafbáturinn fyndist.

Luis Tagliapietra, sonur eins úr áhöfninni, sagði við útvarpsstöðina Radio Cut að herinn hefði tilkynnt þeim að öll áhöfnin hefði farist þegar sprenging varð í kafbátnum á 200 metra dýpi.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...