Að minnsta kosti 235 létust

Egypskur lögreglumaður að störfum. Myndin er úr safni.
Egypskur lögreglumaður að störfum. Myndin er úr safni. AFP

Að minnsta kosti 235 létust er byssumenn gerðu árás í troðfulla mosku í Sinai-héraði í Egyptalandi í morgun. Árásin er ein sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í landinu síðari ár.

Árásarmennirnir komu að moskunni á jeppum, skutu á fólk og sprengdu sprengju inni í moskunni sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Sinai-héraðs, El-Arish. Mikill fjöldi fólks var samankominn í kirkjunni vegna föstudagsbæna. 

Egypska ríkissjónvarpið segir að í það minnsta 155 hafi fallið og um 120 særst í árásinni. Síðustu fjögur ár hafa hryðjuverkahópar verið herskáir á svæðinu en árásin í morgun er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið á því tímabili.

Hópar sem tengjast Ríki íslams hafa drepið hundruð lögreglumanna, hermanna og óbreyttra borgara undanfarið. Þeir hafa einnig beint spjótum sínum að súnní-múslimum og kristnum á svæðinu. Súnní-múslimar eru sagðir sækja moskuna sem sprengd var í morgun. Þá eru margir lögreglumenn í hópi þeirra sem féllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert