Fordæmir árásina í Egyptalandi

Benjamin Netanyahu.
Benjamin Netanyahu. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hvatti í dag lönd til að sameina krafta sína í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann fordæmdi árásina sem framin var í mosku í Egyptalandi í gær en 305 létust.

„Ísrael fordæmdir þessa hræðilegu hryðjuverkaárás sem gerð var í Rawda moskunni nærri El-Arish,“ var meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu frá Netanyahu.

„Við verðum fljótari að vinna bug á hryðjuverkum ef öll lönd vinna saman.“

Sjúkrabílar fluttu særða af vettvangi í gær.
Sjúkrabílar fluttu særða af vettvangi í gær. AFP

Egyptar eru í sárum eftir árásina í gær en á meðal þeirra 305 sem létust voru 30 börn. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu síðustu ár.

Ríki íslams hefur ekki líst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir, sem voru um 30, veifuðu fánum Ríkis íslams á meðan þeir stráfelldu fólk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert