Kim Wall: Sú sem vildi segja frá

Sænski blaðamaðurinn Kim Wall.
Sænski blaðamaðurinn Kim Wall. AFP

Að kvöldi 10. ágúst fór sænski blaðamaðurinn Kim Wall ofan í kafbát í eigu uppfinningamannsins Peters Madsens við höfnina í Kaupmannahöfn. Skömmu síðar sást hún standa upp úr lúgu bátsins úti á sjó. Nokkrum tímum síðar var hún látin.

Stutta heimildarmynd um morðið á Kim Wall má nú finna á vef sænska ríkissjónvarpsins. Þar er farið yfir ævi og störf Wall sem var rannsóknarblaðamaður og hafði m.a. lagt áherslu á að skrifa um loftslagsmál. Hún starfaði víða um heim, m.a. í Kína og Afríku.

Madsen er grunaður um hafa drepið Wall, skorið lík hennar í sundur og hent því í hafið. 

Vinir og samstarfsmenn Wall lýsa henni í myndinni sem forvitinni og útsjónarsamri. Hún hafi haft barnslegt yfirbragð en verið mjög hæfur og reyndur blaðamaður.

Catherina Harder, kennari Wall, segist vona að skýring á morðinu finnist. 

Hér getur þú horft á myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert