Staðfesta þátttöku í friðarviðræðum

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti.
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti. AFP

Ríkisstjórn Sýrlands hefur loks staðfest að fulltrúar hennar muni taka þátt í friðarviðræðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til í Genf í vikunni. Áður hafði stjórnin sagt að mögulega myndi enginn fulltrúi hennar taka þátt. 

„Sendinefnd ríkisstjórnarinnar er ekki enn komin en við höfum fengið þau skilaboð að þau muni koma á morgun,“ segir Alessandra Vellucci, talsmaður Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er í áttunda sinn sem friðarviðræður vegna stríðsins í Sýrlandi fara fram að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Stríðið hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og í því hafa 340 þúsund manns týnt lífi. Þá hafa borgir og bæir landsins verið lagðir í rúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert