Látinn eftir að hafa tekið inn eitur

Slobodan Praljak í réttarsalnum í dag.
Slobodan Praljak í réttarsalnum í dag. Skjáskot

Bosn­íu-Króat­inn Slo­bod­an Praljak, sem tók inn eit­ur er dóm­ur var kveðinn upp yfir hon­um í stríðsglæpa­dóm­stóln­um í Haag í morg­un, er látinn. Hann dó á spítala nú fyrir stundu.

Hollenska lögreglan hóf í morgun rannsókn á málinu. „Dómsalur eitt er vettvangur glæps,“ sagði dómarinn Carmel Agius. Hann vildi ekki tjá sig frekar um atburði morgunsins að öðru leyti en því að hollenska lögreglan væri að rannsaka málið.

Dómstóllinn í Haag staðfesti í morgun tuttugu ára fangelsisdóm sem Praljak var dæmdur í fyrir fjórum árum vegna stríðsglæpa í stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Praljak var hers­höfðingi í her Króata í stríðinu á ára­bil­inu 1992-1995 en hann var 72 ára.

Áður hafði verið greint frá því að Praljak væri á lífi og verið væri að veita honum alla mögulega læknisaðstoð. 

Eft­ir að niðurstaða dóms­ins var les­in upp í dag, en um loka­áfrýj­un máls­ins var að ræða, sagði hann við dóm­ar­ann: „Ég hef tekið eit­ur“ og hrópaði: „Ég er ekki glæpa­maður“.

Samkvæmt erlendum miðlum setti Praljak hönd að munni, hallaði höfðinu aftur og gleypti glas með einhverju í en verjandi hans sagði að um eitur væri að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert