Opna flugvöllinn á Balí á ný

Alþjóðaflugvöllurinn á indónesísku eyjunni Balí hefur verið opnaður á ný eftir að hafa verið lokaður í tæpa þrjá sólarhringa. Vellinum var lokað vegna gosmakkarins sem leggur frá eldfjallinu Agung. Nú hefur vindáttin breyst og óhætt þykir að opna völlinn á ný. 

Um 120.000 þúsund ferðamenn eru strandaglópar á eyjunni og vonast þeir flestir til þess að geta nýtt tækifærið nú og komið sér til sinna heima. Hundruðum fluga hefur verið aflýst eða þeim frestað vegna eldgossins. 

Flugvallaryfirvöld vara þó við því að opnunin gæti varað stutt. Allt fari það eftir vindáttunum. Margir hafa komist frá eyjunni með því að taka ferju til nálægrar eyju þar sem tekist hefur að halda flugvellinum opnum.

Flugvöllurinn á Balí hefur nú loks verið opnaður á ný.
Flugvöllurinn á Balí hefur nú loks verið opnaður á ný. AFP

Talið er að stórt gos geti hafist í Agung á hverri stundu. Fjallið gaus síðast árið 1963 og þá létust um 1.600 manns. Um 100 þúsund manns búa á því svæði sem nú er skilgreint sem hættu svæði og hefur fólkinu verið gert að yfirgefa heimili sín. Ekki hafa enn allir farið að þeim tilmælum m.a. vegna búfénaðar síns sem það vill ekki skilja eftir.

Eldgos er þegar hafið í Agung og þykkan gosmökk leggur hátt upp í himinn frá fjallinu. Mun stærra gos er þó talið í vændum. 

Bjarmi frá logandi hrauni sést á tindi eldfjallins Agung.
Bjarmi frá logandi hrauni sést á tindi eldfjallins Agung. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert