Vilja hafa hendur í hári fyrrverandi CIA-starfsmanns

Ekki tókst að hrekja Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, frá …
Ekki tókst að hrekja Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, frá völdum í valdaránstilrauninni. AFP

Aðalsaksóknari í Tyrklandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Graham Fuller, fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Saksóknarinn sakar Fuller, sem er fyrrverandi varaformaður stjórnar bandarísku leyniþjónustunnar, um að hafa tengsl við Fethullah Gulen, múslímska klerkinn sem tyrkir saka um misheppnuðu valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrra.

Í handtökuskipunninni er Fuller sakaður um að „reyna að steypa ríkisstjórn Tyrklands af stóli,“ að því er tyrkneski fjölmiðillinn Hurriyet greinir frá. Gulen er búsettur í bandaríkjunum þar sem hann nýtur skjóls.

Tyrkir segja að tengslanet Gulens hafi skipulagt valdaránstilraunina sem herinn gerði þar í landi í fyrra. Gulen hefur ávalt neitað sök.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert