Rush hættur vegna ásakana

Geoffrey Rush, til vinstri.
Geoffrey Rush, til vinstri.

Óskarsverðlaunaleikarinn Geoffrey Rush hefur sagt af sér sem forseti Áströlsku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar vegna ásakana á hendur honum um „ósæmilega hegðun”.

Rush, sem hefur neitað sökum, steig til hliðar sem forseti eftir að hafa gegnt embættinu í þó nokkur ár.

Í yfirlýsingu frá áströlsku stofnuninni kemur fram að hún virði ákvörðun Rush. Þar segir að hún hafi haft miklar áhyggjur af stöðu mála.

Rush, sem er 66, var í síðustu viku sakaður um „ósæmilega hegðun” í störfum sínum hjá stofnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert