Draga sig út úr sáttmála um flóttamenn

Nikki Haley á fundi hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Nikki Haley á fundi hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur dregið Bandaríkin út úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að bæta ástandið í málefnum flóttamanna og farandfólks. Stjórnin segir sáttmálann ekki í samræmi við stefnu þjóðarinnar.

Í september í fyrra samþykktu 193 meðlimir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna einróma svokallaða New York-yfirlýsingu, sem var ekki bindandi, þar sem því var heitið að halda réttindum flóttamanna á lofti, hjálpa þeim að koma sér fyrir á nýjum stað og tryggja að þeir hafi aðgang að menntun og störfum.

„New York-yfirlýsingin hefur að geyma mörg atriði sem eru ekki í samræmi við stefnu Bandaríkjanna í málefnum innflytjenda og flóttamanna og stefnu ríkisstjórnar Trumps í innflytjendamálum. Þess vegna hefur Trump forseti ákveðið að Bandaríkin dragi sig út úr þátttöku í sáttmálanum en reynt verður að ná alþjóðlegri sátt um hann hjá Sameinuðu þjóðunum árið 2018,” sagði í yfirlýsingu Bandaríkjanna.

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðuð þjóðunum, segir að Bandaríkin muni halda áfram að styðja við bakið á flóttamönnum og farandfólki víðs vegar um heiminn en ákvarðanir um innflytjendamál skuli alltaf taka eingöngu af Bandaríkjunum.

„Við munum ákveða hvernig er best að stjórna okkar landamærum og hverjir fá að koma inn í landið,” sagði hún.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...