Svíi dæmdur fyrir netnauðgun

Uppsala tingsrätt/Héraðsdómur Uppsala
Uppsala tingsrätt/Héraðsdómur Uppsala Uppsala tingsrätt

Rúmlega fertugur Svíi, sem í síðustu viku var dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun á netinu, hefur ákveðið að áfrýja dómnum. Maðurinn, sem er 41 árs gamall, var á fimmtudag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað og beitt 27 börn kynferðislegu ofbeldi með því að þvinga þau til kynlífsathafna á netinu. Maðurinn er sá fyrsti sem er dæmdur fyrir nauðgun á netinu í Svíþjóð.

Maðurinn var dæmdur í héraðsdómi Uppsala fyrir ofbeldi gagnvart börnum í Kanada, Bandaríkjunum og Skotlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem sænskur dómstóll dæmir einstakling sekan um saknæmt afhæfi með því að þvinga viðkomandi til kynmaka við aðra manneskju á netinu.

Lögmaður mannsins, Kronje Samuelsson, segir að dómnum verði áfrýjað. Dómurinn sé að þeirra mati rangur.

Í dómi héraðsdóms er maðurinn fundinn sekur um að hafa þvingað fórnarlömb sín til kynmaka, annaðhvort fyrir framan myndavélar eða í beinu streymi á netinu fyrir framan manninn. Í sumum tilvikum hótaði hann börnunum eða fjölskyldum þeirra færu þau ekki að kröfum hans.

Töldu dómarar að þetta jafngilti því að níðingurinn hefði sjálfur beitt fórnarlömb sín ofbeldi. Í einhverjum tilvikum hefði ofbeldið verið svo alvarlegt að það jafngilti nauðgun á barni.

Maðurinn var í fjórum tilvikum dæmdur fyrir nauðgun á barni en þar voru börn þvinguð til kynlífsiðkunar með hundum og eitt barn var þvingað til þess að beita yngra barn kynferðislegu ofbeldi. Í því tilviki var yngra barninu nauðgað og þar sem maðurinn var sá sem neyddi og fyrirskipaði barninu sem framdi verknaðinn þá var hann dæmdur fyrir nauðgunina. Í einu tilviki var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun fyrir að þvinga stúlku til sjálfsfróunar.

Manninum var gert að greiða fórnarlömbum sínum miskabætur og hann var einnig dæmdur fyrir vörslu og dreifingu á barnaníði. Hann játaði sök í ákveðnum ákæruliðum en neitaði að hafa nauðgað börnunum.

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert