„Uppspuni frá rótum“

Vitalí Mutko varaforsætisráðherra Rússlands.
Vitalí Mutko varaforsætisráðherra Rússlands. AFP

Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að dagbækur uppljóstrarans Grigorí Rodchenkov séu uppspuni frá rótum. Rodchenkov fjallar í þeim um lyfjamisnotkun í rússneska íþróttaheiminum.

New York Times birti í síðustu viku úrdrátt úr dagbókum Grig­orí Rodchen­kov, fyrr­ver­andi yf­ir­manns stofn­un­ar sem sá um skipu­lagn­ingu á lyfja­notk­un íþrótta­fólks í Rússlandi. Hann flúði til Banda­ríkj­anna og op­in­beraði gögn um lyfja­neysl­una. Það leiddi til þess að fjöldi rúss­neskra íþrótta­manna fékk ekki að taka þátt í Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó á síðasta ári og Rúss­ar eiga í kjöl­farið yfir höfði sér að fá ekki að taka þátt í vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Suður-Kór­eu síðar í vet­ur.

Vitalí Mutko er ekki aðeins varaforsætisráðherra heldur er hann stjórnarformaður ...
Vitalí Mutko er ekki aðeins varaforsætisráðherra heldur er hann stjórnarformaður nefndar sem skipuleggur HM í Rússlandi á næsta ári. AFP

Í frétt New York Times lýsir lyfjafræðingurinn samtölum um lyfjanotkun við háttsetta einstaklinga í stjórnsýslunni. Þar á meðal varaforsætisráðherrann, Vitalí Mutko. 

Alþjóða ólympíunefndin hefur sagt að hún telji að dagbækurnar verði helsta sönnunargagnið í rannsókn á ríkisreknu lyfjamisferli í Rússlandi. 

„Ég er fullviss um að þessar dagbækur hafa verið ritaðar á þeim sex mánuðum sem hann hefur dvalið í Bandaríkjunum,“ segir Mutko sem var íþróttamálaráðherra Rússlands þegar Rússar héldu vetrar Ólympíuleikana fyrir tæpum fjórum árum. Hann heldur því fram að afar frjálslega sé farið með sannleikann í dagbókunum. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...