Einn látinn vegna skógarelda

Slökkviliðsmaður að störfum í Kaliforníu.
Slökkviliðsmaður að störfum í Kaliforníu. AFP

Einn er látinn og yfir 150 heimili og fyrirtæki hafa eyðilagst í skógareldum í suðurhluta Kaliforníu.

Að sögn slökkviliðismanna hafa yfir 27 þúsund manns verið beðin um að yfirgefa heimilin sín en erfiðlega hefur gengið að berjast við eldana.

Um 500 slökkviliðsmenn eru að störfum.

„Það lítur ekki út fyrir að við náum að halda skógareldunum í skefjum,“ sagði Mark Lorenzen, slökkviliðsstjóri í Ventura-sýslu.

„Móðir náttúra mun ákveða hvenær við getum slökkt eldana.“

Maður undirbýr brottflutning frá heimili sínu í Kaliforníu.
Maður undirbýr brottflutning frá heimili sínu í Kaliforníu. AFP

Að sögn bandarísku veðurstofunnar mælast sterkar vindhviður á allt að 80 km hraða á klukkustund sem hafa aukið útbreiðslu eldanna.

Sá sem lést var að yfirgefa svæði þar sem skógareldarnir geisuðu þegar bíllinn hans valt.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert