Evrópsk handtökuskipun dregin til baka

AFP

Yfirvöld á Spáni hafa dregið til baka evrópska handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta heimastjórnar Katalóníu, og fjórum öðrum fyrrverandi ráðherrum úr ríkisstjórn hans. Puigdemont flúði til Belgíu ásamt ráðherrunum fjórum eftir að hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði Katalóníu í andstöðu við spænsk yfirvöld. AFP-fréttastofan greinir frá.

Hæstiréttur Spánar tilkynnti í morgun saksóknari í málinu, Pablo Llarena, hefði ákveðið að draga handtökuskipunina til baka í ljósi þess að fimmmenningarnar hafi sagt vilja koma til Spánar og taka þátt í kosningunum sem fara fram þann 21. desember næstkomandi. Spænsk handtökuskipun er hins vegar enn í gildi en til stendur að ákæra ráðherrana fyrrverandi fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og misnotkun opinberra sjóða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert