Segist ætla að flytja sendiráðið

Frá Jerúsalem.
Frá Jerúsalem. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi í dag við Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínu, í gegnum síma og sagði honum að hann ætlaði sér að flytja bandaríska sendiráðið til Jerúsalem. Þetta staðfestir talsmaður Abbas. Bandaríkjaforseti ætlaði einnig að ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Abdullah, konung Jórdaníu, í síma í dag.

Sendiráð Bandaríkjanna er nú í Tel Aviv. 

Í yfirlýsingu frá palestínsku forsetaskrifstofunni segir að Trump hafi „upplýst Abbas um fyrirætlanir sínar um að færa bandaríska sendiráðið frá Tel Aviv til Jerúsalem“. Ekki kom fram hvort að Trump ætlaði sér að framfylgja þessu þegar í stað eða síðar. 

Bæði Ísraelar og Palestínumenn segja borgina sína höfuðborg. Abbas hefur átt í viðræðum við leiðtoga heimsins undanfarna daga um að þeir setji þrýsting á Trump um að hætta við ákvörðunina.

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, hefur þegar varað Trump Banda­ríkja­for­seta við því að taka ákvörðunina varðandi Jerúsalem. Nokkr­ir leiðtogar ar­ab­a­ríkja og mús­líma hafa gert slíkt hið sama. 

Orðrómur hefur verið um að Trump ætli sér að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels líkt og hann hét að gera í kosningabaráttu sinni. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar mun Trump tilkynna þetta á morgun, miðvikudag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert