Al Franken segir af sér þingmennsku

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Al Franken tilkynnti í dag að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku vegna fjölda ásakana um að hann hafi beitt konur kynferðislegri áreitni.

Frétt mbl.is: Skora á Franken að segja af sér

Þetta kemur fram í frétt AFP en tólf þingmenn Demókrataflokksins, sem Franken er fulltrúi fyrir, skoruðu á hann fyrr í vikunni að segja af sér. Franken er annar þingmaður Demókrata sem segir af sér vegna ásakana um að hafa beitt konur kynferðislegri áreitni.

„Það tilkynnist í dag að á næstu vikum mun ég segja af mér sem fulltrúi í öldungadeild Bandaríkjaþings,“ sagði í yfirlýsingu Frankens sem er fyrrverandi grínisti. Sjö konur að minnsta kosti hafa sakað hann um að hafa snert þær með óviðeigandi hætti.

Al Franken í dag áður en hann flutti yfirlýsingu sína.
Al Franken í dag áður en hann flutti yfirlýsingu sína. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert