Gríðarleg eyðilegging í Kaliforníu

Skógareldarnir í suðurhluta Kaliforníu er þær mannskæðustu í sögu ríkisins.
Skógareldarnir í suðurhluta Kaliforníu er þær mannskæðustu í sögu ríkisins. AFP

Skógareldar sem geisað hafa í suðurhluta Kaliforníu síðustu daga hafa nú náð útbreiðslu til íbúabyggðar í Los Angeles. Skógareldar hafa ítrekað blossað upp á árinu í ríkinu og eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu.

Um 40 manns hafa látið lífið í skógareldum í ríkinu það sem af er ári. Þúsundir heimila og fyrirtækja hafa orðið fyrir eyðileggingu.

Vista del Mar spítalinn í Ventura er á meðal bygginga ...
Vista del Mar spítalinn í Ventura er á meðal bygginga sem hafa brunnið til grunna í skógareldunum suðurhluta Kaliforníu. AFP

New York Times fjallar um orsakir eldana og þar kemur meðal annars fram að óvenjumikil úrkoma hafi verið í ríkinu síðasta vetur, sem leiddi til aukinnar gróðursprettu yfir sumartímann. Afar heitt var í veðri í sumar og miklir þurrkar. Gróðurinn í ríkinu er því afar eldfimur.

Íbúabyggð hefur verið að færast nær skóglendi í ríkinu síðustu ár og hafa eldarnir því áhrif á þúsundir íbúa í borginni, en 5% heimila í Santa Rosa hafa til að mynda brunnið til grunna.  

Fjöldi umferðarslysa hefur orðið þegar íbúar flýja skógareldana. Einn lést ...
Fjöldi umferðarslysa hefur orðið þegar íbúar flýja skógareldana. Einn lést þegar hann var að yf­ir­gefa svæði þar sem skógar­eld­arn­ir geisuðu þegar bíll­inn hans valt. AFP

Eldarnir hafa mikil áhrif á daglegt líf í borginni og hefur skólastarf fallið niður, vegum verið lokað og þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa ákveðin svæði í borginni. Fólk reynir þó að láta lífið hafa sinn vana gang, meðal annars með því að mæta til vinnu, en útsýni á leið til vinnu er ansi breytt, líkt og sjá má á þessu myndbandi: 

Mjög hvasst er í borginni sem gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir, en vindhviður hafa farið upp í 35 metra á sekúndu. „Vindurinn gerir það að verkum að ekki er hægt að berjast við eldinn,“ segir Ken Pimlott, slökkviliðsstjóri í ríkinu. Hann segir slökkvistarfið þessa stundina snúast aðallega um að koma fólki í burtu frá eldunum.

Um 450 ferkílómetra svæði hefur orðið eldinum að bráð síðustu daga. Yf­ir­völd hafa gefið út fjólu­bláa viðvör­un en slík viðvör­un hef­ur aldrei áður verið gef­in þar út.

Slökkviliðsmenn sem reyna að ná tökum á eldinum þessa stundina skipta þúsundum. Tæplega 200.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Los Angeles og Ventura og hafa 300 heimili og fyrirtæki eyðilagst í eldunum. 

Þykkur reykjarmökkur umlykur Mondos ströndina sem liggur meðfram þjóðvegi 101.
Þykkur reykjarmökkur umlykur Mondos ströndina sem liggur meðfram þjóðvegi 101. AFP
Illa hefur gengið að ná tökum á eldunum vegna hvassviðris.
Illa hefur gengið að ná tökum á eldunum vegna hvassviðris. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...