Mæta aftur til friðarviðræðna

AFP

Sendinefnd á vegum ríkisstjórnar Sýrlands mun snúa aftur til Genfar og taka þátt í viðræðum um frið í Sýrlandi á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Um er að ræða áttundu umferð viðræðnanna en sendinefndin tók ekki þátt í viðræðunum á þriðjudag. 

Sendinefndin mun mæta á fundinn í Genf á sunnudag en snúa aftur til Damaskus 15. desember að því er fram kemur í frétt SANA ríkisfréttastofu Sýrlands. Tæplega sjö ár eru liðin frá því stríðið hófst í Sýrlandi. Frá því á þriðjudag hefur nýjasta lota friðarviðræðna staðið yfir í Genf undir stjórn  sendiherra SÞ í málefnum Sýrlands, Bashar al-Jaafari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert