Mun auka miðstýringu á evrusvæðinu

Evrópusambandið samþykkti að auka miðstýringu á Evrusvæðinu.
Evrópusambandið samþykkti að auka miðstýringu á Evrusvæðinu. AFP

Evrópusambandið samþykkti að auka miðstýringu á evrusvæðinu og styrkja tengsl milli annarra ríkja sem ekki eru á Evrópusvæðinu á fundi sínum í gær. Þá lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einnig til að Evrópska stöðugleikakerfinu (ESM) yrði breytt í peningasamvinnusjóð fyrir mitt ár 2019. Þetta kemur fram á vefsíðunni Euobserver.  

Sjóðurinn verður ábyrgur fyrir fjárhagsstuðningi til landa í neyð. Í sjóðnum verða 500 milljarðar evra, en honum yrði falið stærra hlutverk í að útbúa áætlanir ef til björgunaraðgerða kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert