Schumacher enn að berjast

Michael Schumacher.
Michael Schumacher. AFP

Michael Schumacher er „enn að berjast,“ að sögn Jean Todt, leiðtoga Alþjóðaakst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) sem heiðraði kappakstursmanninn við athöfn í París nýverið.

Schumacher er 48 ára. 29. desember árið 2013 hlaut hann alvarlega höfuðáverka í skíðaslysi í Frakklandi. Hann lá lengi á sjúkrahúsi þar í landi en var fluttur á sérútbúna gjörgæslu heima hjá sér í nágrenni Genf tæpu ári síðar. Þar dvelur hann enn.

Fáar fréttir berast af heilsu hans og bata. Todt var liðsstjóri Ferrari-liðs Schumachers í fimm ár og heiðraði hann í athöfn FIA í Frakklandi nýverið. „Við söknum Michaels,“ sagði hann. „Hann er þarna enn og enn að berjast. Baráttan heldur áfram. Michael er mjög sérstakur í mínum huga, mjög sérstakur í heimi akstursíþróttanna. Hann er mér kær, hann er vinur minn.“

Sabine Kehm, fyrrverandi umboðsmaður hans, er nú talskona fjölskyldunnar. Hún mætti til athafnarinnar í París fyrir hans hönd en við hana voru 33 akstursíþróttamenn heiðraðir. „Við vitum öll að Michael ætti að vera hér og ég er viss um að hann hefði viljað það,“ sagði Kehm. 

Frétt Independent.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
Góður GMC Envoy SLT til sölu
Góður bíll til sölu.árgerð 2002 Sjálfskiptur, bensín, 6 cyl lína, 270 hestöfl, ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...