32% styðja Trump

Stuðningur við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, mælist 32% í nýrri skoðanakönnun sem birt er á CNN. Þetta er minnsta fylgi við Trump frá því hann tók við embætti forseta í janúar. Könnunin er unnin af Pew Research Center. 

Samkvæmt henni eru 63% óánægðir með störf forsetans og aðeins 14% þeirra eru ánægðir með eitthvað sem hann hefur gert sem forseti.

Aftur á móti eru 37% þeirra sem eru sáttir við störf hans óánægðir með eitthvað sem hann hefur gert í valdatíð sinni. 

Í október naut Trump stuðnings 34% kjósenda en í febrúar voru 39% ánægðir með störf hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert