Tíu særðir í loftárás á Gaza

Átök hafa brotist út víða við landa­mæri Gaza, sem og …
Átök hafa brotist út víða við landa­mæri Gaza, sem og á Vest­ur­bakk­an­um og í Jerúsalem. AFP

Tíu eru særðir eftir loftárás Ísraela á Gazaströndinni. Flugvél á vegum Ísraela var beint að herstöð Hamas á svæðinu. Árásin er svar við flugskeytaárásum Palestínumanna fyrr í dag, að sögn fulltrúa hjá ísraelska hernum.

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gaza eru meiðsli hinna særðu ekki talin mjög alvarleg.

Einn er látinn eftir að átök­ brutust víða við landa­mæri Gaza, sem og á Vest­ur­bakk­an­um og í Jerúsalem eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti viður­kenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els.

Frétt mbl.is: Einn látinn eftir átök á Gaza

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag um ákvörðun Trumps og þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa Bandaríkjanna, Nikki Haley, að banda­rísk stjórn­völd styðja sem fyrr til­raun­ir til þess að tryggja friðsam­lega sam­búð Ísra­ela og Palestínu­manna.

Frétt mbl.is: „Breytingar eru erfiðar“

Fulltrúar Breta, Frakka, Þjóðverja, Ítala og Svía í ráðinu segja að ákvörðun Trumps geti ekki talist annað en „ósamvinnuþýð þegar litið er til horfa í friðarviðræðum á svæðinu,“ segir í sameiginlegri tilkynningu ríkjanna að fundi loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert