„Þetta var helvíti, versta nótt lífs míns“

AFP

Hesthúsahverfi í sveitarfélaginu Bonsall í suðurhluta Kaliforníu-ríkis í Bandaríkjunum hefur breyst í grafreit fyrir tugi hrossa sem þar voru hýst vegna eldanna sem geisað hafa í ríkinu „Þetta var helvíti, versta nótt lífs míns,“ er haft eftir öryggisverði sem starfar í hverfinu en vildi ekki láta nafns síns getið í frétt AFP.

Haft er ennfremur eftir öryggisverðinum að 75% hesthúsanna hafi orðið eldinum að bráð en um 500 hross voru í hesthúsakverfinu þar sem ræktun á þeim fer fram. „Þetta eru kynbótahross og í mörgum hesthúsunum hér er ódýrasta hrossið 250 þusund dollara virði.“

Þegar eldurinn nálgaðist var ákveðið að sleppa hrossunum til þess að þau hefðu einhvern möguleika á að lifa af. Mörg þeirra sneru hins vegar aftur í hesthúsin. „Þetta er öruggi staðurinn þeirra. Það þurfti að reka þau burt en þau sáu önnur snúa aftur til baka.“

Þúsundir slökkviliðsmanna berjast áfram við eldana sem lagt hafa hundruð bygginga í rústir og eyðilagt tugi þúsunda ekra lands. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert