26 féllu í loftárásum

Uppreisnarmann halda byssum sínum á lofti í höfuðborg Jemen, Sanaa, …
Uppreisnarmann halda byssum sínum á lofti í höfuðborg Jemen, Sanaa, til að mótmæla ákvörðun Donalds Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. AFP

Sádi-Arabar gerðu í dag loftárásir á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Jemen, norðvestur af höfuðborginni Sanaa. Að minnsta kosti 26 féllu í árásinni úr röðum uppreisnarmannanna.

Meðal þeirra sé féllu var yfirmaður þjálfunarbúðanna, Amar al-Jarab, að því er heimildir AFP-fréttastofunnar herma.

Uppreisnarmennirnir, sem koma úr röðum hóps sem kallar sig Húta, eru með yfirráð yfir mestallri höfuðborginni. Sprungur tóku að myndast í bandalag þeirra og fyrrverandi forseta landsins, sem barist hafa við stjórnarherinn og núverandi forseta frá árinu 2014. Svo fór að uppreisnarmennirnir drápu forsetann fyrrverandi og margir af hans stuðningsmönnum gengu til liðs við stjórnarherinn og styðja þar með hernaðarbandalag sem Sádi-Arabar leiða í landinu.

Um 9.000 manns hafa fallið í Jemen frá því að Sádar hófu af skipti af stríðinu. Milljónir landsmanna eru við hungurmörk og um 10 þúsund hafa nú þegar soltið í hel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert