Hvetur Ísraela til að sýna hugrekki

Emmanuel Macron Frakklandsforseti heilsar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels fyrir fund …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti heilsar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels fyrir fund þeirra í París í dag. AFP

 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvetur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til að sýna hugrekki í samskiptum sínum við Palestínumenn til að byggja upp velvilja sem gæti hjálpað til við að blása að nýjuí  glæður friðarviðræðnanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þetta sagði Macron eftir fund sem hann átti með forsætisráðherranum í París í dag. 

Macron hóf yfirlýsingu sína á að fordæma allar árásir á Ísrael síðustu daga eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríki. Hann hvatti einnig Ísraela til þess að stækka ekki frekar landnemabyggðir sínar.

Netanyahu gagnrýndi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn með Macron í dag. Erdogan kallaði Ísrael „ríki sem drepur börn“ og í svari Netanyahu sakaði hann Tyrklandsforseta um að gera sprengjuárásir á þorp Kúrda og að styðja hryðjuverkamenn.

„Ég er ekki vanur að fá ráðleggingar um siðferði frá leiðtoga sem sprengir þorp Kúrda í sínu eigin heimalandi, sem setur blaðamenn í fangelsi, sem hjálpar Íran að komast hjá alþjóðlegum viðskiptabönnum, sem hjálpar hryðjuverkamönnum, meðal annars á Gaza, sem drepur saklaust fólk,“ sagði Netanyahu. „Þetta er ekki maður sem getur lesið yfir okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert