Konungleg veisla fyrir Nóbelsverðlaunahafa

Viktoría krónprinsessa ræðir við Kip S. Thorne sem er handhafi …
Viktoría krónprinsessa ræðir við Kip S. Thorne sem er handhafi Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði í ár. AFP

Í kvöld fer fram hátíðarkvöldverður í Stokkhólmi til heiðurs þeim sem hlutu Nóbelsverðlaunin í ár. Mikið er lagt í veisluna sem konungsfjölskyldan mætir til, prúðbúin eins og aðrir gestir.

Blómaskreytingafólk, ljósahönnuðir og fjöldinn allur af kokkum hefur staðið í ströngu við undirbúning veislunnar sem fram fer í Bláu höllinni. Matseðilinn er ekki af verri endanum og í ár var lambakjöt í aðalrétt. Bláber léku svo stórt hlutverk í eftirréttinum.

Bláa höllin er salur í ráðhúsi Stokkhólms sem notaður er þegar halda þarf veislur fyrir mikilmenni, s.s. þjóðhöfðingja og aðra gesti. Það er ekki leyfilegt að mæta í gallabuxum - karlmenn verða að vera í kjólfötum og konur í kvöldkjólum. 

Mikil leynd hvíldi framan af degi yfir matseðlinum sem og öðru sem fyrir augu bar í salnum. Sýnt hefur verið frá veislunni í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu þar sem þulir lýsa öllu því sem sjá má, allt frá klæðnaði gesta til upplýsinga um bakgrunn þeirra og störf.

Hvorki fleiri né færri en 1.350 gestir eru í veislunni. Fimm daga hefur tekið að undirbúa máltíðina. 

Veislan hófst klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. 190 þjónar sinntu veislugestunum, þeirra á meðal Karli Gústaf Svíakonungi og fjölskyldu hans.

Nóbelsverðlaunin í bókmentun, efnafræði, eðlisfræði, lækningum og hagfræði voru afhent í Stokkhólmi í dag. Friðarverðlaun Nóbels voru afhent við sérstaka athöfn í Osló.

Hér getur þú lesið matseðlinn

Karl Gústaf Svíakonungur við borðhaldið í kvöld.
Karl Gústaf Svíakonungur við borðhaldið í kvöld. AFP
Viktoría krónprinsessa sat til borðs með handhöfum Nóbelsverðlaunanna.
Viktoría krónprinsessa sat til borðs með handhöfum Nóbelsverðlaunanna. AFP
Yfir 1.300 gestir eru í veislunni.
Yfir 1.300 gestir eru í veislunni. AFP
Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels.
Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels. AFP
Soffía Svíaprinsessa.
Soffía Svíaprinsessa. AFP
Ís í borðskreytingunum.
Ís í borðskreytingunum. AFP
Viktoría krónprinsessa var vinsæl hjá ljósmyndurum sem fengu að mynda …
Viktoría krónprinsessa var vinsæl hjá ljósmyndurum sem fengu að mynda á meðan veislunni stóð. AFP
Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning mættu til veislunnar ásamt …
Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning mættu til veislunnar ásamt handhöfum Nóbelsverðlaunanna í ár sem og dóttur sinni, Viktoríu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert