Sakar ESB um heigulshátt

Milos Zeman.
Milos Zeman. AFP

Forseti Tékklands, Milos Zeman, sakaði Evrópusambandið í gær um heigulshátt vegna viðbragða sambandsins við ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.

Fram kemur í frétt AFP að Zeman hafi sagt að Evrópusambandið væri að gera allt sem það gæti til þess að styðja málstað hryðjuverkasamtaka gegn Ísrael og vísaði þar væntanlega til Hamas-samtakanna. Lýsti hann sjálfum sér sem stuðningsmanni Ísraels.

Forsetinn sagðist sáttur við ákvörðun Trumps. Trump hefur einnig ákveðið að flytja bandaríska sendiráðið í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalems en Zeman sagðist sjálfur hafa hvatt til þess að tékkneska sendiráðið yrði einnig flutt til Jerúsalems.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert