Strandbær innlyksa í eldunum

Logandi hæðir í nágrenni Fillmore í Kaliforníu.
Logandi hæðir í nágrenni Fillmore í Kaliforníu. AFP

Bærinn Carpinteria í Santa Barbara-sýslu var í dag orðinn innlyksa í skógareldunum sem geisa í Kaliforníu. Eldar loga á sex stöðum í ríkinu í óvenjulega þurru og vindasömu veðri. Skógareldarnir eru þeir mestu í Kaliforníu frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Mestur er eldurinn Ventura-sýslu en þaðan breiddi hann úr sér til Santa Barbara í fyrrinótt. Eldarnir loga þar á um 700 ferkílómetra svæði og ráða slökkviliðsmenn ekki við útbreiðslu hans. Íbúum í hluta Carpinteria hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og öðrum hefur verið sagt að undirbúa brottför með skömmum fyrirvara. Talsmaður slökkviliðsins segir að eldurinn sé nú að læsa sér í gróður vestan við borgina sem er mjög þurr. Á því svæði hafa ekki kviknað gróðureldar í heila öld.

Skógareldarnir loga á mjög stórum svæðum.
Skógareldarnir loga á mjög stórum svæðum. AFP

Slökkviliðsmenn hafa m.a. brugðið á það ráð að verja ákveðnar götur fyrir eldunum með því að dæla vatni á nálæga elda. Þá hefur verið reynt að koma upp sambærilegum varnarlínum utan við bæinn.

Í Santa Barbara eru um 85 þúsund heimili án rafmagns. Dýragarðinum var lokað í dag og öll dýrin færð inn til að hlífa þeim við reyknum. Reynt var að hafa ofan af fyrir þeim þar. „Górillurnar elska tónlist,“ hefur Los Angeles Times eftir Dean Noble, forstjóra garðsins.

Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við eldana.
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við eldana. AFP

Um 8.500 slökkviliðsmenn vinna að því að reyna að hefta útbreiðslu og ráða niðurlögum gróðureldanna í suðurhluta Kaliforníu. Árangurinn hefur verið misjafnt. Stundum hefur náðst að slökkva á einum stað en veðrið er erfitt og eldarnir oftast blossað upp aftur.

Í Ventura-sýslu er ástandið slæmt. Þar má sjá stofna pálmatrjánna eins og kolamola. Fjallshæðirnar eru bikasvartar. 

Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, segir að loftslagsbreytingar hafi ýtt undir þau veðurskilyrði sem hafa skapast með þeim afleiðingum að gróðureldar geisa sem aldrei fyrr. hann segir eldana hafa valdið mörgum erfiðleikum. „Þetta gæti verið eitthvað sem gerist á hverju ári eða á nokkurra ára fresti. Við munum berjast við elda um jólin.“

Slökkviliðsmenn fylgjast með eftir að hafa gert varnarlínur sem þeir …
Slökkviliðsmenn fylgjast með eftir að hafa gert varnarlínur sem þeir vona að stöðvi útbreiðslu eldanna í Ojai. AFP
Gróðurhús við það að verða eldinum að bráð í Ojai.
Gróðurhús við það að verða eldinum að bráð í Ojai. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert