Trump lýsir yfir neyðarástandi

AFP

Mörg þúsund slökkviliðsmenn berjast áfram við að reyna að kveða niður eldana sem geisað hafa í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og neytt hundruð þúsunda manna til þess að flýja heimili sín í nágrenni Los Angeles. Tæplega 700 byggingar hafa eyðilagst í eldunum sem geisa á sex mismunandi stöðum í ríkinu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrir vikið lýst yfir neyðarástandi í Kaliforníu sem þýðir að hægt sé að beita sjóðum á vegum alríkisstjórnarinnar til að takast á við ástandið. Enn sem komið er hafa yfirvöld staðfest eitt andlát í eldunum. Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert