Yngsta drottning veraldar

Jetsun Pema, drottning Bútans.
Jetsun Pema, drottning Bútans. Skjáskot/Instagram

Yngsta drottning veraldar býr í Himalajafjöllunum. Hún er aðeins 27 ára og varð drottning 21 árs. Hún gekk í háskóla á Englandi, ann listum og helgar góðgerðarmálum starfskrafta sína. Jetsun Pema, drottning Bútans, hefur undanfarið notið sífellt meiri vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem hún segir frá lífi sínu í máli og myndum.

Árið 2011 giftist Jetsun konungi Bútans, Jigme Khesar Namgyel Wangchuck. Hann er nú orðinn 37 ára. Saman eiga þau tæplega tveggja ára dreng, prinsinn Jigme Namgyel Wangchuck. 

Hjónin hafa stundum verið kölluð „Villi og Kata Himalajafjallanna“ en þau fengu einmitt Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í heimsókn á síðasta ári.

Fagurt smáríki

Konungsríkið Bútan er lítið landlukt land í austurhluta Himalajafjalla á milli Indlands, Tíbets og Kína. Í vestri skilur indverska héraðið Sikkim landið frá Nepal og í suðri skilja indversku héruðin Assam og Vestur-Bengal það frá Bangladess. Íbúar landsins eru um 800 þúsund.

June has long been associated with the environment and conservation in Bhutan. The coronation day of His Majesty the Fourth Druk Gyalpo, on June 2, was traditionally commemorated as Social Forestry Day, with numerous trees planted on the day each year. Bhutan has also enthusiastically commemorated the World Environment Day each year in June. This year, we look forward to an exceptional edition of the Royal Bhutan Flower Exhibition, which will be held at the National Memorial Chorten on June 4, coinciding with the Birth Anniversary of Her Majesty The Gyaltsuen, whose Patronage and steadfast support for agencies working with the environment, and numerous conservation efforts, has helped Bhutan continue and take forward our exceptional efforts in conservation. This month’s calendar commemorates Her Majesty birthday and Bhutan’s conservation efforts, and features this beautiful photograph of Her Majesty and His Royal Highness The Gyalsey, at the Lingkana Palace gardens. We join the people of Bhutan in offering our heartfelt wishes to Her Majesty, along with our prayers for Her Majesty’s continued happiness and wellbeing. #HerMajesty #QueenJetsunPema #birthanniversary #June #HRH #GyalseyJigmeNamgyel #Lingkana #Palace #Bhutan #environment #conservation #garden #yellow #desktopcalendar #beautiful

A post shared by Her Majesty Queen Jetsun Pema (@her_majesty_queen_of_bhutan) on May 31, 2017 at 10:06am PDT

Bútan skiptist áður milli lítilla furstadæma þar til Shabdrung Ngawang Namgyal, flóttamaður frá Tíbet, sameinaði það undir eina stjórn á 17. öld. Fyrsti konungur Bútans tók við völdum árið 1907. 

Bútan gerði samning við Bretland árið 1910 um að það færi með utanríkis- og varnarmál þess. Tveimur árum eftir að Indland fékk sjálfstæði gerði Bútan svipaðan samning við Indland. Landið hefur því sterk efnahagsleg og hernaðarleg tengsl við Indland í dag.

Mikil náttúrufegurð er í Bútan og er landið orðið vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

Fann hina einu réttu

„Ég hef beðið nokkuð lengi með að gifta mig. En það skiptir ekki máli hvenær þú giftist svo lengi sem þú giftist þeirri réttu. Ég er viss um að ég er að giftast þeirri réttu,“ sagði konungur Bútans, stundum nefndur Dreka-kóngurinn, við fjölmiðla er hann gekk í það heilaga. 

Áður en að þau giftust hafði Jetsun menntað sig á Indlandi og gekk síðar í Regent's College í London þar sem hún nam alþjóðasamskipti, sálfræði og listasögu. Ást á listum er eitt af því sem sameinar nú hjónakornin.

Kóngurinn er einnig vel menntaður og stundaði um tíma nám við Oxford-háskóla. Hún fékk drottningartitilinn er hún giftist Jigme Khesar haustið 2011.

Ýmsar sögur hafa verið sagðar af því hvernig þau kynntust. Í þeirri sem Washington Post birtir segir að þau hafi fyrst hist í lautarferð er hún var sjö ára og hann sautján. Á Jetsun að hafa gengið upp að hinum unga prinsi og faðmað hann.

Af aðalsættum

Jetsun hefur verið lýst sem almúgastúlku sem hafi orðið yfir sig ástfangin af kónginum. Hins vegar er ljóst að fjölskylda hennar átti í nánum tengslum við konungsfjölskylduna löngu áður en þau kynntust. Hún er dóttir flugmanns og langafi hennar var aðalsmaður í austurhluta Bútans. Þá var móðurafi hennar hálfbróðir síðari eiginkonu fyrrverandi konungs Bútans. 

Unga drottningin er í dag þekkt fyrir góðgerðarstörf sín. Hún er m.a. mjög virk í starfi Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtökum í landi sínu.

„Hún er dásamleg manneskja og greind,“ sagði kóngurinn eitt sinn í viðtali um hina ungu eiginkonu sína. Í öðru viðtali lýsti hann eiginkonu sinni með þessum orðum: „Margir hafa skoðanir á því hvernig drottning eigi að vera. Að hún eigi að vera einstaklega falleg, gáfuð og tignarleg. Ég held að margir geti passað inn í það hlutverk með tímanum. En það sem skiptir mestu máli er að drottning sé góð manneskja, að hún átti sig á því hlutverki að þjóna almenningi og landinu. Ég hef fundið mína drottningu og hún er þannig manneskja. Þó að hún sé enn ung þá er hún hlý og góðhjörtuð. Þessir eiginleikar og sú reynsla sem hún mun öðlast með tímanum munu gera hana að góðum þjóni þjóðarinnar.“

Brúðkaup þeirra varði í nokkra daga og síðasta dag hátíðarhaldanna fengu íbúar hins litla konungríkis að fagna með þeim á íþróttaleikvangi í höfuðborginni Thimphu, heimabæ hinnar nýkrýndu drottningar. 

The August desktop calendar and write-up from yellow.bt ❁ ❦ ❦ ❦ ❦ ❁ It is an exceptional joy to see our beloved Gyalsey grow up so quickly, which is why the best thing about August is certainly the monthly desktop calendar on yellow.bt, featuring this wonderful photograph taken during His Royal Highness’ first visit to Dechenphu Lhakhang. Dechenphu is the seat of one of Bhutan’s most important protective deities, Genyen Jagpa Melen, known colloquially to the people as Ap Genyen. The deity, whose colourful story includes encounters with some of the greatest saints in Bhutan, is especially important for children born in the Thimphu Valley. For children born in Thimphu, it is an important tradition to visit Dechenphu, and seek the protection of the deity. #HisMajesty #KingJigmeKhesar #HerMajesty #QueenJetsunPema #HRHGyalsey #JigmeNamgyelWangchuck #Bhutan #blessings #Dechenphu #guardian #deity #beloved #royalvisit #Thimphu

A post shared by Her Majesty Queen Jetsun Pema (@her_majesty_queen_of_bhutan) on Jul 31, 2016 at 7:48am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert