Bráðnun á norðurheimskautinu óafturkræf?

Íshellan á Grænlandi heldur áfram að minnka. Hlýnun á norðurskautinu …
Íshellan á Grænlandi heldur áfram að minnka. Hlýnun á norðurskautinu er tvöfalt meiri en annars staðar á jörðinni. AFP

Síaukinn hiti á norðurheimskautinu þar sem hitastig hækkar nú helmingi hraðar en annars staðar á jörðinni og þar sem jöklar bráðna á ískyggilegum hraða er hið „nýja norm“ samkvæmt nýrri vísindaskýrslu sem birt var í dag.

Hafísinn við norðurpólinn mældist í ár sá minnsti frá upphafi að því er segir í skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar NOAA.

Þá var árið í ár það hlýjasta á norðurheimskautinu um aldabil að því er fram kemur í skýrslu sem 85 vísindamenn frá 12 löndum sendu frá sér.

„Umfang og hraði hlýnunar yfirborðs sjávar og minnkun hafíss á sér ekkert fordæmi á síðustu 1.500 árum og líklega til enn lengri tíma,“ segir í skýrslunni.

„Það eru mörg sterk tákn sem gefa í skyn að vistkerfi norðurskautsins hafi náði „nýju normi“.“

Afleiðingar þessa séu alvarlegar. Þetta muni hafa skaðleg áhrif á fiskimið á austurhluta Beringshafsins. Þá muni vegir, heimili og innviðir túndrunnar vera í hættu vegna bráðnunar sífrerans. Þessu muni einnig fylgja aukin hætta á skógareldum á hálendari svæðum. 

Þó að færri hitamet hafi verið slegin í ár en 2016, þá sýni norðurheimskautið engin merki þess að verða aftur það frosna landsvæði sem það var fyrir áratugum,“ segir í skýrslunni. Þess í stað haldi hitastig á norðurheimskautinu áfram að hækka tvisvar sinnum hraðar en hitastig annars staðar á jörðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert